Leita að söfnum

LOKA LEIT

Sögusetrið

Söguslóðir og sögusetur

Við getum aðlagað ferðina að óskum viðskiptavina, sendu okkur póst og segðu okkur hvað þú hefur í huga.

Er áhugi á að kynna sér söguslóðir Njálu?
Við bjóðum upp á rútuferð frá Reykjavík þar sem notið er leiðsagnar sérfræðings með viðkomu á völdum stöðum. Haldið er að Sögusetrinu á Hvolsvelli þar sem sérfræðingur um sögu Njálu tekur á móti hópnum og veitir leiðsögn um söfnin á staðnum.

Í Sögusetrinu eru ítarlegar kynningar settar upp á myndrænan hátt og með texta sem hægt er að hlýða á en einnig má hlýða á útskýringar af munni fram.
Eftir leiðsögn um safnið er haldið með rútu til helstu staða þar sem afdrifaríkustu atburðir Njálu áttu sér stað og hópnum gefst tækifæri til að sjá fyrir sér hvar Sámur hundur Gunnars var drepinn, hvar bærinn á Bergþórshvoli stóð í björtu báli og hvar hatrömmustu vígin fóru fram svo dæmi séu tekin.
Í skála Söguseturs er svo boðinn kvöldverður að lokinni ferð. Það getur verið safarík steik fram borin að hætti víkinga í anda innréttinga skálans sem gerður var eftir fyrirmynd glæstustu skála víkingatímans.
Eftir glaum og gleði í Söguskála er ekið til Reykjavíkur með rútu.

Njáluferðir má auðveldlega aðlaga að áhuga hópsins. Viðkomustaðir á leið frá Reykjavík eru valdir í samræmi við áhugasvið hópsins, hvort sem það er áhugi á að kynna sér sögustaði á leiðinni eða velta fyrir sér jarðfræði svæðisins svo dæmi séu tekin. Gestir geta valið úr nokkru úrvali rétta á hópmatseðli, komið með eigin skemmtiatriði og diskótek en einnig getur staðurinn boðið skemmtidagskrá í Söguskála.

Sendu okkur póst á njala@njala.is

Allar Njáluferðir eru farnar í samstarfi við ferðaskrifstofuna Extreme Iceland

Frábær ferð til að hrista hópinn saman

Opnunartími og aðgangseyrir

Opnunartími:
15. maí–15. september: Alla Daga 9-18,
16. september-14. maí: Helgar 10–17
Aðgangseyrir: Fullorðnir: ISK 900, frítt fyrir börn undir 16, eldri borgarar,is, nemar og hópar (20+): 700 kr., hópur nema yfir 16 ára aldri (20+): 500 kr.

Hafðu samband við safnið

Heimilisfang: Hlíðarvegur 14, 860 Hvolsvöllur
Sími: +354 487-8781
Sími: 618-6143
Netfang: njala@njala.is
Vefsíða: http://www.njala.is

Museum Features

Aðgengi fyrir hjólastóla

Veitingar

Minjagripaverslun

Nálæg Söfn

Konubókastofa

Á Konu­bóka­stofu er hægt að kynna sér efni sem ís­lenskar konur hafa skrifað

Fleiri Upplýsingar

Skjálftinn 2008

Á sýning­unni er gerð grein fyr­ir or­sök­um og af­leið­ing­um jarð­skjáft­ans 2008, sjá má reynslu­sög­ur íbúa, áhrif skjálft­ans á hús, Inn & feiminn; bú bæjar & feiminn; bua and Nan & feiminn; asta about & feiminn; hverfi

Fleiri Upplýsingar

Skálholtskirkja

Skál­holts­kirkja var teiknuð af Herði Bjarna­syni og vígð 1963 af bisk­upi landsins, Dr. Sigur­birni Einars­syni

Fleiri Upplýsingar