Leita að söfnum

LOKA LEIT

Pakkhúsið í Ólafsvík

Pakkhúsið í Ólafsvík, er eitt fárra verslunarhúsa frá 19. öld sem enn stendur. Það var byggt árið 1844 og var friðað þann 31. ágúst 1970 af þáverandi menntamálaráðherra. Pakkhúsið er minnisvarði um liðna tíð og sögu bæjarins. Á miðhæð og í risi er úrval af safninu til sýnis en á fyrstu hæð eru ýmsar sýningar, krambúð og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn

Krambúðin: Í krambúðinni í Pakkhúsinu er leitast við að skapa andrúmsloft liðinna alda. Þar fæst meðal annars brjóstsykur í kramarhúsi og góðgæti af ýmsu tagi. Í krambúðinni er einnig úrval íslensks handverks og fágætir listmunir frá listamönnum jafnt úr byggðarlaginu sem víðar að af landinu.

Byggðasafnið: Á annarri og þriðju hæð hússins er byggðasafn Snæfellsbæjar. Þar má meðal annars upplifa íslenskt alþýðuheimili 19. aldar og skyggnast inn í undraverða atvinnu- og lifnaðarhætti sjómanna fyrr á öldum. Á þriðju hæð safnsins er sýning sem kallast “Pakkhúslofið”.

 

Opnunartími og aðgangseyrir

Opnunartími: 1. júní - 31. ágúst ár hvert á milli kl,,is,Annars er það opið eftir samkomulagi,,is,frjáls fyrir undir pari,,en,Ólafsbraut,,is,Ólafsvík,,is,pakkhus@snb.is,,en. 13-18. Annars er það opið eftir samkomulagi
Aðgangseyrir: Fullorðnir, ISK 500, free for under 12 years of age

Hafðu samband við safnið

Heimilisfang: Ólafsbraut 12, 355 Ólafsvík
Sími: +354 4336929
Sími:
Netfang: pakkhus@snb.is
Vefsíða: http://www.snaefellsbaer.is/default.asp?sid_id=2931&tre_rod=003|003|&tId=1

Museum Features

Engin lögun nú fáanleg.

Nálæg Söfn

Byggðasafnið í Görðum, Akranesi

Áhugavert safn um sögu byggð­ar, at­vinnu og mann­lífs á Akra­nesi og nær­sveit­um með áherslu á sjávar­út­veg. Auk þess bjóð­um við upp á:

Fleiri Upplýsingar

Safnahús Borgarfjarðar

Börn í 100 ár – Ævintýri fuglanna Börn í 100 ár er einstök sýning um líf íslensku þjóðarinnar á 20. öld. Efnið er kynnt með nýstárlegri framsetningu á ljósmyndum og munum, þar sem sýningarveggir eru opnaðir eins og jóladagatal. Ævintýri fuglanna er frábær sýning á uppstoppuðum fuglum þar sem áhersla er lögð á mögnuð flugafrek […]

Fleiri Upplýsingar

Sjómannagarðurinn

Sjóminjasafnið á Hellissandi geymir margháttaðar minjar sem tengjast útgerð áraskipa á liðnum öldum auk margra annarra gripa og mynda, bátavéla og aflraunasteina

Fleiri Upplýsingar