Leita að söfnum

LOKA LEIT

Þekkingarsetur Suðurnesja

Ef þú hefur áhuga á íslenskri nátt­úru og dýra­lífi, rann­sókn­um á sviði nátt­úru­fræða og list­um, þá er Þekk­ing­ar­set­ur Suð­ur­nesja stað­ur sem þú þarft að heim­sækja!
Í nátt­úru­salnum er hægt að skoða upp­stopp­uð dýr úr ís­lenskri nátt­úru og sjá lif­andi sjáv­ar­dýr í sjó­búr­um. Gam­an er að flétta fjöru­ferð á Garð­skaga sam­an við heim­sókn í Þekking­ar­setrið, líf­ver­um er þá safn­að í fjör­unni og þær svo skoð­að­ar í víð­sjám í setrinu.
Í sögu­saln­um er hin glæsi­lega sýn­ing Heim­skaut­in heilla sem fjall­ar um líf og störf franska læknis­ins, vís­inda­manns­ins og heim­skauta­far­ans Jean-Baptiste Charcot. Rann­sókna­skip hans, Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936.
Á neðri hæð seturs­ins er að finna lista- og fræðslu­sýn­ing­una Huld­ir heim­ar hafs­ins – ljós þang­álf­anna, fall­ega og fróð­lega sýn­ingu þar sem vís­inda­leg­um fróð­leik um mikil­vægi hafs­ins og hætt­ur sem að því steðja er flétt­að sam­an við ævin­týra­heim þang­álf­anna.
Heim­sókn í Þekk­ing­ar­setur Suð­ur­nesja er til­val­in fyrir fjöl­skyld­ur og fróð­leiks­fúst fólk á öll­um aldri. Taktu þátt í rat­leikn­um okk­ar sem mun leiða þig áfram í spenn­andi ferða­lag um ná­grenni seturs­ins í leit að dýr­um, plönt­um og sögu­fræg­um stöð­um.

Opnunartími og aðgangseyrir

Opnunartími:
Bæta: 1. maí – 30. sept.: Mán – fös 10–16 Lau og sun: 13–17
Vetur: 1. okt. - 30. apríl: Mán – fös 10–14
Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa – pantið í síma 423 7551.
Aðgangseyrir: Fullorðnir: 600 kr. börn (6-15): 300 kr. Eldri borgarar: 400 kr. Hópar (tíu manns eða fleiri): 500 kr.

Hafðu samband við safnið

Heimilisfang: Garðvegur 1, 245 Sandgerði
Sími: +354 423 7555 & +354 423 7551
Sími:
Netfang: thekkingarsetur@thekkingarsetur.is
Vefsíða: http://thekkingarsetur.is

Museum Features

Veitingar

Minjagripaverslun

Engin lögun nú fáanleg.

Nálæg Söfn

Strandarkirkja

Margir leggja leið sína í Strandarkirkju, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn

Fleiri Upplýsingar

Menningarhúsin í Kópavogi

Saman mynda Gerðar­safn, Náttúrufræði­stofa Kópa­vogs, Bóka­safn Kópa­vogs og tón­leika­húsið Salur­inn Menningar­húsin í Kópa­vogi sem staðsett eru í hjarta bæjarins. Gerðar­safn er framsækið nútíma- og sam­tíma­lista­safn. Sýningar endur­spegla það sem efst er á baugi hjá íslenskum og er­lendum lista­mönnum auk safn­eignar en safnið er eina lista­safn landsins sem stofnað er til heiðurs lista­konu, mynd­höggvara­num Gerði Helga­dóttur […]

Fleiri Upplýsingar

Víkingaheimar

Í Víkingaheimum gefur að líta frásagnir af ferðum víkinganna til Vesturheims; Þar er einnig að finna sýningu um hina fornu Guði Víkinganna og auðvitað skipið sjálft. Skemmtileg stund fyrir fjölskyldufólk. Eitthvað fyrir alla.

Fleiri Upplýsingar