Leita að söfnum

LOKA LEIT

Skjálftasetrið á Kópaskeri

Skjálftasetrið var formlega opnað 17. júní 2009. Var það stofnað í minningu Kópa­skers­skjálftans 13. janúar 1976 þar sem um 90 íbúar af 130 voru fluttir í burtu við mjög erfiðar að­stæður í norð­austan stormi og stórhríð. Sýn­ingin bygg­ist aðal­lega á myndum og frá­sögn­um um þann atburð og afleiðingar hans. Ennfremur er gerð grein fyrir jarðfræði svæð­isins, þ.e. tengslum flekaskilanna, jarðskjálfta og eld­gosa. Kröflueldum, Mývatns­eldum og fleiru er gert skil í máli og myndum.

Opnunartími og aðgangseyrir

Opnunartími: 1. júní til 31. ágúst daglega 13-17, Á öðrum tíma eftir samkomulagi.
Aðgangseyrir: Ókeypis fyrir 16 ára og yngri Ekki er aðgengi fyrir fatlaða.

Hafðu samband við safnið

Heimilisfang: The School House Kópasker, 670 Kópasker
Sími: +354 465-2105 & +354 845 2454
Sími: 845-2454
Netfang: earthquake@kopasker.is
Vefsíða: www.skjalftasetur.is

Museum Features

Engin lögun nú fáanleg.

Nálæg Söfn

Þverá in Laxárdal

Á Þverá stendur enn merkilegur torfbær af norðlenskri gerð og snúa stafnar fram á hlað en bakhús snúa þvert á framhúsin. Fjöldi útihúsa eru enn uppistandandi, mörg þeirra í góðu ásigkomulagi.

Fleiri Upplýsingar

Byggðasafnið á Grenjaðarstað

Í Grenjaðar­stað er sýning um lífið í gamla bænda­sam­félaginu.Það er ein­stök upp­lifun að ganga um bæinn og ímynda sér dag­legt líf fólks áður fyrr.

Fleiri Upplýsingar

Safnahúsið á Húsavík

Í Safna­húsinu á Húsa­vík er að finna fjöl­breyttar sýningar þar sem allir ættu að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Grunn­sýning safnsins Mann­líf og náttúra – 100 ár í Þing­eyjar­sýslum, fjallar um sam­búð manns og náttúru í hinu hefð­bundna bænda­sam­félagi á árunum 1850-1950

Fleiri Upplýsingar