Search for Museums

CLOSE SEARCH

Eldheimar

Eldheimar er gos­minja­sýning og miðlar fróð­leik um eld­gosið í Vest­manna­eyjum sem hófst að­farar­nótt  23. janúar 1973. Skyggnst er inn í mann­lífið og um­hverfið í Vest­manna­eyjum fyrir gos og hvernig náttúru­ham­farirnar gripu inn í sam­félagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heima­eyjar urðu að yfir­gefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur. Gosið stóð yfir í rúma 5 mánuði. Hraun og aska eyði­lögðu  þriðjung byggðar­innar í Eyjum og hylja um 2,5 km2 af eyjunni. Nú 40 árum síðar er risin gos­minja­sýningin Eld­heimar, sem lýsir þessari at­burðar­rás á áhrifa­mikinn hátt. Mið­punktur sýningar­innar er húsið, sem stóð við Gerðis­braut 10. Húsið, sem grófst undir ösku í gosinu hefur  nú verið grafið upp. Á sýning­unni er einnig farið yfir þróun Surts­eyjar sem reis úr hafi sunnan við Heima­ey árið 1963. Eld­gosið í Surts­ey stóð yfir í nær 4 ár.  Eftir gosið var Surts­ey gerð að lokuðu nátturu­verndar­svæði, sem gerði vísinda­heiminum mögu­legt að fylgjast með hvernig nýtt líf og vist­kerfi verður til. Surts­ey hefur verið á heims­minja­skrá UNESCO síðan 2008.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation: 1.maí–14. okt., daglega 10:30–18
15. okt–30. apríl, mið–sun: 13–17
Admission: 2.300 kr., Fjölsk.verð 5.500 kr., Eldri borgarar 1.700 kr., Börn 10-18 ára 1.200 kr., börn 10 ára og yngri frítt, hópar 15 og fleiri 1.800 kr.

Contact Museum

Address: Gerðisbraut 10 by Suðurvegur, 900 Vestmannaeyjar
Primary Phone: (+354) 488 2000
Secondary Phone:
Email: eldheimar@vestmannaeyjar.is
Website: www.eldheimar.is

Museum Features

Wheelchair Access

Souvenir Shops

No features currently available.

Nearby Museums

Skjálftinn 2008

Á sýning­unni er gerð grein fyr­ir or­sök­um og af­leið­ing­um jarð­skjáft­ans 2008, sjá má reynslu­sög­ur íbúa, áhrif skjálft­ans á hús, inn­bú bæjar­búa og nán­asta um­hverfi

More Info

Sæheimar

Í Sæheimum eru til sýnis lifandi fiskar og aðrar sjávarlífverur

More Info

Draugasetrið

Gest­ir Draugasetursins fá að kynn­ast nokkr­um af fræg­ustu draug­um ís­lands­sög­unn­ar og upp­lifa sögurn­ar um þá í 1.000 m2 völ­und­ar­húsi.

More Info