Gljúfrasteinn – hús skáldsins
Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Gljúfrasteinn er nú safn og er húsinu haldið óbreyttu frá því Halldór bjó þar og starfaði.
Fjöldi listaverka setur sterkan svip á heimilið, meðal annars eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval og danska málarann Asger Jorn. Einnig gefur þar að líta útsaumsmyndir eftir Auði Laxness sem var annáluð hannyrðakona. Húsgögn og innanstokksmunir eru þeir sömu og í tíð Halldórs og Auðar.
Móttökuhúsið er fyrsti viðkomustaður gesta á Gljúfrasteini. Þar er hægt að skoða margmiðlunarsýningu um ævi og verk skáldsins. Í móttökuhúsinu er einnig lítil safnverslun þar sem áhersla er lögð á úrval bóka skáldsins á ýmsum tungumálum.
Inni í húsinu er boðið upp á hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku, þýsku og dönsku og textaleiðsögn á frönsku.
Gljúfrasteinn stendur við ána Köldukvísl og er byggður í landi jarðarinnar Laxness þar sem Halldór ólst upp. Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Garðurinn umhverfis Gljúfrastein er opinn almenningi og fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni.
Hours of Operation & Admission
Hours of Operation: Sumar: Alla daga frá kl. 9–17. Á veturna er opið alla daga nema mán frá kl. 10–16. Lokað um helgar frá nóv–feb.Admission: Fullorðnir kr. 900, eldri borgarar og öryrkjar kr. 700, ókeypis fyrir börn til 18 ára. Ferðaskipuleggjendur og -skrifstofur fá 10% afslátt frá þessu verði.
Contact Museum
Address: Gljúfrasteinn, 270 Mosfellsbær
Primary Phone: +354 586-8066
Secondary Phone:
Email: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is
Website: http://www.gljufrasteinn.is
Museum Features
Souvenir Shops