Search for Museums

CLOSE SEARCH

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna

Við á Byggða­safni Hún­vetninga og Stranda­manna bjóðum ykkur vel­komin í heim­sókn. Safnið er í eigu sveitar­félaga við Húna­flóa og var stofnað fyrir fimm­tíu árum síðan. Á safninu er margt ein­stakra muna sem geyma sögu og menningu byggða­lagsins. Þar er fjöldi merkra báta og skipa og ber þar hæst há­karla­veiði­skipið Ófeig úr Ófeigs­firði á Ströndum. Einnig er inni á safninu bað­stofa frá Syðsta-Hvammi við Hvamms­tanga auk fjölda fall­egra og merkra muna sem tengjast lífinu til sjávar og sveita frá seinni hluta nítjándu til fyrri hluta tutt­ugustu aldar.
Tvær nýjar sýningar verða á safninu í sumar. Önnur tengist því að 400 ár eru liðin frá Spánar­vígunum þegar all­margir baskneskir skip­brots­menn sem hingað komu til hval­veiða voru drepnir af Ís­lendingum. Hin sýningin er í tilefni af 100 ára kosninga­afmæli kvenna á árinu. Sýndir verða munir eftir konur og settir í sam­hengi við hug­renningar kvenna í gegnum tíðina. Vel­komin á safn sem segir sögur!

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation:
Sumar: 16. maí–31. ágúst, daglega kl.9–17
Vetur: 1. september–15. maí, eftir samkomulagi, lokað í des.
Admission: 1.200 kr fyrir fullorðna, hópar 10+ 900 kr. Börn 13 - 16 ára 500kr. Frítt fyrir börn yngri en 13 ára.

Contact Museum

Address: Reykjargata 6 by Reykjaskóli, 500 Staður
Primary Phone: +354 451-0040
Secondary Phone:
Email: reykjasafn@gmail.com
Website: http://reykjasafn.is

Museum Features

Wheelchair Access

Refreshments

Souvenir Shops

Nearby Museums

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Í Þjóð­laga­setr­inu eru ís­lensku þjóð­lög­in kynnt á lif­andi hátt

More Info

Selasetur Íslands

Sela­setur Ís­lands er sýninga- og fræða­setur um seli við Ís­land

More Info

Heimilisiðnaðarsafnið

Heimilis­iðnaðar­safnið á Blöndu­ósi er eina sér­greinda textíl­safnið á Ís­landi

More Info