Search for Museums

CLOSE SEARCH

Nýibær at Hólar in Hjaltadalur

Nýibær er dæmi um miðlungsstóran torfbæ af norðlenskri gerð. Sú gerð torfbæja kom fram á 19. öld og einkennist af því að burstir snúa fram á hlað en bakhús liggja hornrétt á bæjargöng. Nýibær var reistur árið 1860.
Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um.
Eftir að biskupsstóll var lagður niður á Hólum árið 1801 var staðurinn áfram prestssetur en í einkaeign. Árið 1824 festi Benedikt Vigfússon kaup á staðnum sem þá var í mikilli niðurníðslu. Benedikt var menningar- og framfarasinnaður efnamaður og átti eftir að reisa staðinn við og setja svip sinn á hann. Benedikt var vígður til prestsþjónustu á Hólum árið 1828 og varð síðan prófastur árið 1835. Skammt frá hinni gömlu bæjarhúsaþyrpingu á Hólum lét Benedikt reisa fyrir sig Nýjabæ árið 1860 og eftirlét þá syni sínum gamla Hólabæinn. Vel var vandað til smíði Nýjabæjar þó svo í hann hafi verið notaðir viðir úr eldri bæ.
Árið 1934 voru uppi hugmyndir um að hafa í bænum landbúnaðarsafn í tengslum við Bændaskólann á Hólum en þau áform urðu ekki að veruleika.
Nýibær hefur verið í umsjá Þjóðminjasafns Íslands frá árinu 1956 er hann var tekinn á fornleifaskrá. Allmiklar viðgerðir á vegum safnsins hafa farið fram á honum síðan.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation:
Admission:

Contact Museum

Address: Hólar í Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur
Primary Phone: 530-2200
Secondary Phone:
Email: thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Website: http://www.thjodminjasafn.is/english/for-visitors/historic-buildings-collection/nr/3434

Museum Features

No features currently available.

Nearby Museums

Kvennaskólinn á Blönduósi

Í Kvenna­skól­an­um starf­ar Þekk­ing­ar­­setrið á Blöndu­ósi, mið­stöð rann­sókn­ar- og þró­un­ar­verk­efn­is á sviði strand­menn­ing­ar, lax­fiska og text­íls

More Info

Árnes

Árnes er ein­stakt dæmi um íbúðar­hús og lifnaðar­hætti á fyrri hluta 20. aldar

More Info

Selasetur Íslands

Sela­setur Ís­lands er sýninga- og fræða­setur um seli við Ís­land

More Info