Search for Museums

CLOSE SEARCH

Hvalasafnið á Húsavík

Hvalasafnið á Húsavík hefur frá stofnun þess árið 1997 miðlað fræðslu og upplýsingum um hvali og lífríki þeirra á skemmtilegan, lifandi og áhugaverðan hátt til gesta sinna. Sýning safnsins er um 1.600m2, þar má meðal annars finna upplýsingar um hvalategundir, líffræði hvala og hvalveiðisöguna auk upplýsinga um vistkerfi sjávar, heimkynni hvalanna og listasýningu tengda hvölum.
Hvalasafnið hefur til sýningar 12 tilkomumiklar hvalabeinagrindur af mismunandi tegundum, sú stærsta er beinagrind af 22 metra langri steypireyði. Húsavík er oft nefnd ,,Hvalahöfuðborg Evrópu’’ og heimsókn á Hvalasafnið eykur sannarlega upplifun ferðamanna sem vilja komast í snertingu við þessa risa hafsins. Verið velkomin á Hvalasafnið á Húsavík

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation:
Maí–september: Daglega 8:30–18:30,
Október–apríl: Virka daga 9–14
Admission:
Fullorðnir: 1800 kr., börn (10-18 ára): 500 kr., nemar: 1200 kr., eldri borgarar / öryrkjar: 1200 kr., hópaverð: 1500 kr. hver, fjölskylduverð (2 fullorðnir, 1-5 börn): 4000 kr.

Contact Museum

Address: Hafnarstétt 1, 640 Húsavík
Primary Phone: +354 414-2800
Secondary Phone:
Email: info@whalemuseum.is
Website: http://www.whalemuseum.is

Museum Features

Wheelchair Access

Refreshments

Souvenir Shops

Nearby Museums

Byggðasafnið á Grenjaðarstað

Í Grenjaðar­stað er sýning um lífið  í gamla bænda­sam­félaginu.Það er ein­stök upp­lifun að ganga um bæinn og ímynda sér dag­legt líf fólks áður fyrr.

More Info

Safnahúsið á Húsavík

Í Safna­húsinu á Húsa­vík er að finna fjöl­breyttar sýningar þar sem allir ættu að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Grunn­sýning safnsins Mann­líf og náttúra – 100 ár í Þing­eyjar­sýslum, fjallar um sam­búð manns og náttúru í hinu hefð­bundna bænda­sam­félagi á árunum 1850-1950

More Info

Samgönguminjasafnið Ystafelli

Hlut­verk safnsins er að varð­veita og sýna ýmis konar sam­göngu­tæki og fróð­leik sem þeim tengist.

More Info