Search for Museums

CLOSE SEARCH

Gerðarsafn – Listasafn Kópavogs

Gerð­ar­safn er fram­sæk­ið nú­tíma- og sam­tíma­lista­safn í mið­bæ Kópa­vogs. Gerð­ar­safn býð­ur upp á fjöl­breytt sýning­ar­hald á verk­um ís­lenskra og er­lendra sam­tíma­lista­manna sam­hliða sýning­um úr safn­eign. Starf­semi safns­ins endur­spegl­ar stöðu þess sem eina lista­safn lands­ins stofn­að til heið­urs lista­konu.
Gerð­ar­safn er reist í minn­ingu Gerð­ar Helga­dótt­ur (1928–1975) og opn­að árið 1994. Gerð­ur Helga­dóttir tók fyrst kvenna for­ystu í högg­mynda­list og var braut­ryðj­andi í þrí­víðri ab­strakt­list og gler­list hér­lendis. Í safn­eign Gerð­ar­safns eru fjór­tán hundr­uð verk eftir Gerði og stór sér­söfn eftir Bar­böru Árna­son, Magn­ús Á. Árna­son og Val­gerði Briem ásamt verk­um fjölda sam­tíma­lista­manna. Eitt stærsta lista­verka­safn lands­ins, einka­safn Þor­vald­ar Guð­munds­son­ar og Ingi­bjarg­ar Guð­munds­dótt­ur, er í vörslu Gerð­ar­safns. Í einka­safn­inu er að finna verk eft­ir helstu lista­menn þjóð­ar­inn­ar á fyrri hluta 20. ald­ar.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation: Alla daga nema mánudaga 11–17
Admission: 500 kr., ókeypis á miðvikudögum

Contact Museum

Address: Hamraborg 4, 200 Kópavogur
Primary Phone: +354 570-0440
Secondary Phone:
Email: gerdarsafn@kopavogur.is
Website: http://www.gerdarsafn.is

Museum Features

Wheelchair Access

Refreshments

Souvenir Shops

Nearby Museums

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

Kjarvalsstaðir bjóða upp á fjölbreyttar sýningar eftir íslenska og erlenda listamenn, málþing, fyrirlestra og ýmiskonar viðburði

More Info

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóð­minja­safn Íslands er elsta safn lands­ins og fagn­aði 150 ára af­mæli sínu árið 2013. Í safn­inu má skoða grunn­sýning­una, Þjóð verð­ur til – menn­ing og sam­félag í 1200 ár, en einnig fjöl­breytt­ar sér­sýning­ar sem varpa ljósi á safn­kost­inn

More Info

Gljúfrasteinn – hús skáldsins

Gljúfra­steinn var heimili og vinnu­staður nóbels­­­skáldsins Hall­dórs Laxness og fjöl­skyldu hans um hálfrar aldar skeið. Gljúfra­steinn er nú safn og er húsinu haldið óbreyttu frá því Halldór bjó þar og starfaði.

More Info