Search for Museums

CLOSE SEARCH

Raufarhólshellir

Raufar­hóls­hellir er einn þekkt­asti hraun­hellir á land­inu og er jafn­framt sá lengsti utan Hall­mundar­hrauns. Hellir­inn er stað­settur í þrengsl­un­um á milli Reykja­víkur og Þor­láks­hafnar og er því ein­stak­lega að­gengi­legur fyrir ferða­menn á höfuð­borg­ar­svæðinu að skoða.

Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og hátt til lofts nánast allstaðar inn í hellinum eða um 8-10 metra að jafnaði. Skoðun­ar­ferðir hefjast í júní 2017 og eru farnar á klukku­tíma fresti og er miðað við að hver ferð taki um 50mínútur.
Hópnum er safnað saman af leið­sögu­manni í að­stöðu­húsi og gengið á pöllum/stígum tæpa 400 metra inn í hellinn.  Smekk­leg lýsing fylgir hópnum á leiðinni inn í hell­inn. Leið­sögu­maður ræðir sögu hellisins, jarð­fræði hans, tenging við Holly­wood og ýmis­legt annað honum tengt
Innst inni mun leið­sögu­maður­inn slökkva öll ljós með sér­stakri fjar­stýr­ingu þar sem gestir fá að upp­lifa algjört myrkur og hlusta á „hella­hljóð“. Þar er farið sér­stak­lega yfir ein­stakar jarð­fræði­mynd­anir þar sem ein­stök lýsing lýsir upp ein­kenni í berg­inu sem um ræðir.
Gengið til baka og komið við í litlum hliðar­helli þar sem m.a. má sjá dropa­strá og þar boðið upp á eitt­hvað óvænt.
Einnig er boðið upp á sér­stakar ævintýra­ferðir um hellinn þar sem farið er alla leið inn í botn á hellinum og leyndar­dómar hans af­hjúpaðir.  Slík ferð kostar kr. 19.900 og inni­falið er  far til og frá Reykja­vík.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation: Á heila tímanum milli kl. 10 - 17
Admission: Fullorðnir 6.400 kr., 12-15 ára, 3.200 kr., frítt fyrir yngri börn. Sérstakt opnunarverð sumarið 2017, 4.900 kr. f. fullorðna.

Contact Museum

Address: Þorlákshafnarvegi, 840 Þorlákshöfn,
Primary Phone: +354 760-1000
Secondary Phone:
Email: info@thelavatunnel.is
Website: thelavatunnel.is

Museum Features

Wheelchair Access

Refreshments

Souvenir Shops

Nearby Museums

Lava

LAVA – Eld­fjalla og jarð­skjálfta­mið­stöð Ís­lands verður alls­herjar af­þreyingar- og upp­lifun­ar­mið­stöð sem helguð er þeim gríðar­legu náttúru­öflum sem hófu að skapa Ís­land fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA mun ekki að­eins gefa þér kost á upp­lifa þessi náttúru­öfl með gagn­virkum og lif­andi hætti heldur einnig tengja þig við náttúr­una sem […]

More Info

Listasafn Árnesinga

Láttu Lista­safn Ár­nesinga koma þér á óvart – í aðeins 40 mínútna aksturs­fjar­lægð frá Reykja­vík. Metnaðar­fullar sýningar sem fylgt er úr hlaði með sýningar­skrá og fræðslu­dag­skrá. Sjón­ræn upp­lifun, nota­leg kaffi­stofa, leikkró og leskró með mynd­listar­bókum.

More Info

Draugasetrið

Gest­ir Draugasetursins fá að kynn­ast nokkr­um af fræg­ustu draug­um ís­lands­sög­unn­ar og upp­lifa sögurn­ar um þá í 1.000 m2 völ­und­ar­húsi.

More Info