Search for Museums

CLOSE SEARCH

Raufarhólshellir

Raufar­hóls­hellir er einn þekkt­asti hraun­hellir á land­inu og er jafn­framt sá lengsti utan Hall­mundar­hrauns. Hellir­inn er stað­settur í þrengsl­un­um á milli Reykja­víkur og Þor­láks­hafnar og er því ein­stak­lega að­gengi­legur fyrir ferða­menn á höfuð­borg­ar­svæðinu að skoða.

Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og hátt til lofts nánast allstaðar inn í hellinum eða um 8-10 metra að jafnaði. Skoðun­ar­ferðir hefjast í júní 2017 og eru farnar á klukku­tíma fresti og er miðað við að hver ferð taki um 50mínútur.
Hópnum er safnað saman af leið­sögu­manni í að­stöðu­húsi og gengið á pöllum/stígum tæpa 400 metra inn í hellinn.  Smekk­leg lýsing fylgir hópnum á leiðinni inn í hell­inn. Leið­sögu­maður ræðir sögu hellisins, jarð­fræði hans, tenging við Holly­wood og ýmis­legt annað honum tengt
Innst inni mun leið­sögu­maður­inn slökkva öll ljós með sér­stakri fjar­stýr­ingu þar sem gestir fá að upp­lifa algjört myrkur og hlusta á „hella­hljóð“. Þar er farið sér­stak­lega yfir ein­stakar jarð­fræði­mynd­anir þar sem ein­stök lýsing lýsir upp ein­kenni í berg­inu sem um ræðir.
Gengið til baka og komið við í litlum hliðar­helli þar sem m.a. má sjá dropa­strá og þar boðið upp á eitt­hvað óvænt.
Einnig er boðið upp á sér­stakar ævintýra­ferðir um hellinn þar sem farið er alla leið inn í botn á hellinum og leyndar­dómar hans af­hjúpaðir.  Slík ferð kostar kr. 19.900 og inni­falið er  far til og frá Reykja­vík.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation: Á heila tímanum milli kl. 10 - 17
Admission: Fullorðnir 6.400 kr., 12-15 ára, 3.200 kr., frítt fyrir yngri börn. Sérstakt opnunarverð sumarið 2017, 4.900 kr. f. fullorðna.

Contact Museum

Address: Þorlákshafnarvegi, 840 Þorlákshöfn,
Primary Phone: +354 760-1000
Secondary Phone:
Email: info@thelavatunnel.is
Website: thelavatunnel.is

Museum Features

Wheelchair Access

Refreshments

Souvenir Shops

Nearby Museums

Skógasafn

Skógar Museum was founded in 1949 and preserves the cultural heritage of South Iceland in the form of tools and equipment used at land and see, crafts and old buildings. The collection took place at the turning point in the history of the Icelandic nation.

More Info

Sæheimar

Í Sæheimum eru til sýnis lifandi fiskar og aðrar sjávarlífverur

More Info

Sagnheimar: Safnahúsið við Ráðhúströð

Í Sagn­heim­um er marg­miðl­un nýtt í við­bót við safn­muni til að segja ein­staka sögu Vest­manna­eyja

More Info