Search for Museums

CLOSE SEARCH

Pakkhús á Hofsósi

Pakkhúsið á Hofsósi er meðal elstu húsa sinnar tegundar á landinu. Það er stokkbyggt bjálkahús með háu skarsúðarþaki. Húsið er talið reist 1777. Geymsluloft er í húsinu og op á efri hæð með hlerum, þar sem vörur voru fluttar um.
Lokað almenningi.

Á Hofsósi við austanverðan Skagafjörð var mikilvægur verslunarstaður á tímum einokunarverslunarinnar 1602-1787. Pakkhúsið á Hofsósi er með elstu timburhúsum landsins, byggt nokku fyrir 1780. Það var flutt tilsniðið til landsins á vegum dansks verslunarfélags, eitt tólf sambærilegra húsa, sem reist voru á athafnasvæði þess. Aðeins eitt annað þessara húsa stendur enn og er það í Jakobshavn á Grænlandi.
Húsið er svokallað stokkahús (bjálkahús) og er hver stokkur um 30 cm á hæð og nærri 20 cm á breidd, nótaður að ofan og neðan og borð í rauf. Á úthornum læsast stokkar saman með sérstökum hætti og ganga stokkendar út fyrir veggbrún. Átta stokkar eru í vegghæð. Að grunnfleti er húsið u.þ.b. 8,2 m á breidd og 12,0 m á lengd (13×19 álnir). Geymsluloft er í húsinu og op á efri hæð með hlerum, þar sem vörur voru fluttar um. Tvöföld borðaklæðning er á þaki og er skarsúð að utan. Veggir eru tjargaðir að utanverðu sem og þakið.

Til stóð að rífa húsið árið 1915 en þjóðminjavörður fékk því afstýrt. Pakkhúsið var tekið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands árið 1954. Viðgerðir hófust þó ekki fyrr en árið 1986 og var húsið tekið í notkun fyrri hluta ársins 1992. Ýmsar sýningar hafa verið settar upp í húsinu í seinni tíð.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation:
Admission:

Contact Museum

Address: Hofsós, 565
Primary Phone: 530-2200
Secondary Phone:
Email: thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Website: http://www.thjodminjasafn.is

Museum Features

No features currently available.