Search for Museums

CLOSE SEARCH

Dellusafnið

Dellusafnið er safn utan um hina ýmsu safnara­dellu. Í safninu sam­einast mörg ólík einka­söfn ein­stakl­inga og má þar nefna lög­reglu­minja­safn sem hefur m.a. að geyma yfir 100 lög­reglu­húfur frá ýmsum löndum ásamt öðrum lög­reglu­tengd­um munum. Skoða má flug­véla­módela­safn, spila­safn, vín­miða­safn, apa­safn og pez­karla­safn. Vinnu­véla­módela­safn með upp­sett­um vinnu­svæðum, gríð­ar­mikið sykur­mola­safn sem telur nokkur hundruð sér­pakk­aða sykur­mola og sykur­bréf og al­þjóð­legt te­skeiða­safn með á ann­að hundruð te­skeið­um. Einnig ber fyrir augu tóbaks­pakka- og eld­spýtu­stokka­safn frá her­náms­árun­um á Flat­eyri, skilta­safn og margt margt fleira sem gaman er að skoða. Á Dellu­safninu ættu allir fjöl­skyldu­með­limir að finna eitt­hvað spenn­andi við sitt hæfi.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation:
1. júní–20. ágúst: Alla daga 13–17,
Á öðrum tímum eftir samkomulagi
Admission: 1.000 kr., 12 ára og yngri frítt, eldri borgarar og öryrkjar 700 kr.

Contact Museum

Address: Hafnarstræti 11, 425 Flateyri
Primary Phone: +354 893-3067
Secondary Phone:
Email: dellusafnid@simnet.is
Website:

Museum Features

Souvenir Shops

No features currently available.

Nearby Museums

Safn Jóns Sigurðssonar

Hrafnseyri við Arnarfjörð er fæðingastaður Jóns Sigurðssonar, sem fæddist þar 17. júní 1811

More Info

Vindmylla í Vigur

Eina varðveitta vindknúna kornmylla landsins sem reist var um 1860 en hefur síðan þá  verið stækkuð og endurbætt.

More Info

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Viltu skoða hvítabjörn eða kjálkabein úr stærstu skepnu sem lifað hefur á jörðinni? Hefur þú kannski meiri áhuga á að skoða fugla, egg, seli, refi, mýs, skeljar, steina eða stór surtarbrandsstykki úr risa trjám er eitt sinn uxu á Íslandi?

More Info