Search for Museums

CLOSE SEARCH

Sögumiðstöðin Grundarfirði

Sögumiðstöðin Grundarfirði

Innan dyra Sögumiðstöðvarinnar er bókasafn bæjarins,  Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar, Bæringsstofa og  lítið sögusafn Sögumiðstöðvarinnar þar sem skoða  má leikfangasafnið Þórðarbúð og bátinn Brönu sem stendur  við fiskhjallinn með veiðarfæri og smíðaáhöld innan seilingar.

 Bókasafn Grundarfjarðar fluttist í Sögumiðstöðina haustið 2013.  Þjónusta starfsfóks á bókasafni og upplýsingamiðstöð er  gagnkvæm og starfsfólk á Kaffi Emil er til taks ef þörf krefur.

 Bæringsstofa er ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar (1923-2002).  Í Vestursal og Bæringsstofu er aðstaða fyrir námskeið og fyrirlestra  og þar er samkomustaður klúbba og félaga í samfélaginu.

 Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er rekin í Sögumiðstöðinni með  aðgang að tölvu og þráðlausu Interneti / WiFi.

 Góð fundaraðstaða er í Sögumiðstöðinni og er hún í boði allt árið  samkvæmt samkomulagi. Félög og gestir geta fengið afnot af  aðstöðunni í Sögumiðstöðinni og eiga Vinahúsið og Félag eldri  borgara fastan tíma í hverri viku á veturna.

Sýningar Sögumiðstöðvarinnar eru opnar á opnunartíma  bókasafnsins, upplýsingamiðstöðvarinnar og kaffihússins og er frítt inn.  Einnig er hægt að setjast inn á Bæringsstofu, ljósmyndasafnið, og  skoða þar sýningu af gömlum myndum úr byggðarlaginu.​

Kaffihús hefur verið rekið á sumrin, kennt við Emil Magnússon  fyrrum kaupmann en hann byggði húsið sem Sögumiðstöðin er í  þar sem hann rak Verslunina Grund, fyrst með sjoppu og bensínsölu  og síðar matvöruverslun og blómabúð.

Hours of Operation & Admission

Hours of Operation: Opið á veturna kl. 14-18, mánudaga-fimmtudaga og kl. 9-18 á sumrin.
Admission: Free

Contact Museum

Address: Grundargata 35, 355 Grundarfjörður
Primary Phone: +354 4381881
Secondary Phone:
Email: grundarfjordur@grundarfjordur.is
Website: http://grundarfjordur.is/default.asp?sid_id=61483&tId=1

Museum Features

No features currently available.

Nearby Museums

Safnahús Borgarfjarðar

Börn í 100 ár – Ævintýri fuglanna Börn í 100 ár er einstök sýning um líf íslensku þjóðarinnar á 20. öld. Efnið er kynnt með nýstárlegri framsetningu á ljósmyndum og munum, þar sem sýningarveggir eru opnaðir eins og jóladagatal. Ævintýri fuglanna er frábær sýning á uppstoppuðum fuglum þar sem áhersla er lögð á mögnuð flugafrek […]

More Info

Landbúnaðarsafn Íslands

The Agricultural Museum of Iceland presents the agricultural heritage and seeks to explain the history of Icelandic agriculture. The museum has an extensive collection of farm artifacts – farm equipments and machinery which goes back to 1880. The museum is located in the cultural landscape at one of the first modern farms in Iceland at […]

More Info

Geitfjársetur íslands

Geit­ur og kið­ling­ar taka vel á móti gest­um sem fá fræðslu um þær og af­urð­ir þeirra

More Info